14.10.12

Gönguferðir hópsins - yfirlit

2015:  Laugavegurinn
2014:  Hólaskógur - Þjórsárdalur
2013:  Hnjótur - Sunnanverðir Vestfirðir
2012:  Víknaslóðir
2011:  Þórsmörk/Húsadalur
2010:  Kjölur/Gíslaskáli
2009:  Svarfaðardalur/Húsabakkaskóli
2008:  Lónsöræfi
2007:  Reykjafjörður
2006:  Strútsstígur
2005:  Hornstrandir - Hesteyri, Sæból, Látrar
2004:  Sveinstindur - Skælingjar

2015: Laugavegurinn

Ferð á vegum hópsins 11. - 15. ágúst 2015.
Fararstjórar: Hópmeðlimir.
Bílstjórar með trússkerruna hans Guðmundar: Guðmundur V. og Tryggvi.
Fyrirkomulag: Keyrt á einkabílum upp í Landmannalaugar. Gist þar eina nótt. Keyrt daginn eftir niður á Hellu þar sem rúta var tekin upp að Álftavatni þar sem var gist aðra nótt. Þaðan gengið í Emstrur á einum degi og svo í Þórsmörk á öðrum degi. Gist í skálum FÍ á þessum stöðum og og genginn Tindfjallahringur síðasta daginn áður en kvöldrútan var tekin niður að Hellu aftur.

Þriðjudagur 11.ágúst:
Liðlega helmingur hópsins hittist í morgunkaffi í Seiðakvísl 38 þar sem strengir voru samstilltir.
Reykjavík - Hveragerði (verslað) - Hrauneyjar (kaffi úti í náttúrunni) - Landmannalaugar.
Beislið á kerrunni brotnaði við Ljótapoll þannig að Guðmundur, Helgi, Tryggvi og Sölvi fóru í leiðangur niður að Búrfelli að láta laga kerruna. Aðrir grilluðu kvöldmat í Laugum, fóru í kvöldgöngu í yndislegu veðri upp að hverasvæðinu og niður Grænagil. Heitt bað í lauginni fyrir svefninn.

Miðvikudagur 12. ágúst:
Landmannalaugar - Hella. Hittum restina af hópnum á Hellu. Tókum rútu þar öll saman upp í Álftavatn vegna slæmrar veðurspár (í staðinn fyrir að ganga frá Laugum í Álftavatn). Fyrsta haustlægðin á leiðinni. Yfirgáfum Landmannalaugar í yndislegu veðri árla morguns. Veðrið versnaði er leið á daginn og var orðið slæmt í Álftavatni. Allt í kaosi þar því skálinn var fullur af tjaldfólki sem hafði þurft að fella tjöldin og leita vars í skálanum. Við komumst samt fyrir og höfðum það huggulegt. Nokkrir fóru í gönguferð í roki og rigningu. Betra veður um kvöldið. Kvöldganga í fínu veðri niður að Álftavatni eftir frábæra laxaveislu.

Fimmtudagur 13. ágúst:
Álftavatn - Emstrur. Gengum í nokkuð blautu veðri en ágætu skyggni frá Álftavatni niður í Emstrur. Óðum Brattholtskvísl og síðar Bláfjallakvísl (sem Tryggvi trússari dagsins aðstoðaði aðeins með). Kósýheit í tveimur skálum í Emstrum þar sem börn fylltu annan og fullorðnir hinn. Stúlkurnar komu með tvo sæta spænska stráka upp á arminn í kvöldmatinn (kvöldmatur = Chili con carne) og komu þeir með í kvöldgöngu að Markarfljótsgljúfrunum.

Föstudagur 14. ágúst:
Emstrur - Þórsmörk. Veðrið batnaði og batnaði er leið á daginn og við gengum inn í grænna og grænna landslag. Gangan gekk vel með góðum nestispásum. Óðum Þröngána við Þórsmörk eins og ekkert væri enda ekki mikið í ánum. Gistum í Skagfjörðsskála í Langadal og snæddum grillaða stórborgara um kvöldið. Sölvi átti stórleik með skemmtiatriði kvöldsins.

Laugardagur 15. ágúst:
Hættum við að ganga yfir Fimmvörðuháls vegna leiðinlegrar veðurspár og héldum okkur í góða veðrinu í Þórsmörk. Gengum Tindfjallahringinn sem var nokkuð krefjandi. Birta tapaði bakpokanum sínum fyrir björg en allir komu heilir og glaðir heim. Fengum að sitja inni á meðan við hinkruðum eftir rútunni. Tókum rútu úr Þórsmörk á Hellu um átta leytið um kvöldið. Kveðjustund á Hellu sem endaði með flugeldasýningu (Töðugjöld að klárast í bænum).

Frábær ferð að venju.

Þátttakendur:
Helgi, Þórunn og Hrafnhildur. Hugrún bættist við í Þórsmörk.
Þórlaug, Gummi, Fanney og Salka.
Maddý, Philippe, Svanur og Sóley.
Bogga, Tryggvi, Þórdís og Ragnheiður.
Marta, Guðmundur og Valur.
Eiríkur, Snorri og Vala.
Marjolein og Halldór.
Sölvi, Ingibjörg, Birta og Embla.
Ragga, Guðbrandur, Gríma, Dagur og Mirra.


2014: Hólaskógur - Þjórsárdalur

Ferð á vegum hópsins 27. júní - 1. júlí 2014.
Fararstjóri: RÝG.
Fyrirkomulag: Keyrt á einkabílum að skálanum í Hólaskógi þar sem fólk gisti annaðhvort í skálanum eða í tjöldum/tjaldvögnum/fellihýsum eða gangnamannaskála. Göngudagar voru þrír.

Laugardagur 28. júní:
Hólaskógur - Stangarfjall - Stöng - Gjáin - Hólaskógur. Keyrt að Háafossi um kvöldið.

Sunnudagur 29. júní:
Skoðuðum Hjálparfoss.
Keyrt niður að Selhöfða þar sem skógræktin er. Gengið yfir Sandá - að Skriðufelli - upp á Skriðufellið - niður að Sandá á móts við Sandártungu - yfir ána - gegnum tjaldsvæðið og skógræktina að Selhöfða.
Farið í gömlu sundlaugina í Þjórsárdal á eftir.

Mánudagur 30. júní:
Gengið á Búrfell. Búrfellsvirkjun skoðuð. Keyrt niður að Gaukshöfða. Gengið þar upp. Sund í Árnesi.

Þriðjudagur 1. júlí (heimferðardagur):
Hluti hópsins fór í náttúrulaugina á Flúðum á leiðinni heim.

Þátttakendur:
Helgi, Þórunn og Hrafnhildur.
Þórlaug, Gummi og Fanney.
Maddý og Philippe, Svanur og Sóley.
Bogga, Tryggvi og Ragnheiður.
Marta, Guðmundur og Valur.
Unnur.
Gunni Ásgeirs.
Marjolein og Halldór.
Sölvi, Ingibjörg og Ingibjörg yngri (8 ára).
Ragga og Guðbrandur, Gríma, Dagur og Mirra + Lukka.

2013: Hnjótur / Syðri hluti Vestfjarða

Ferð á vegum hópsins 10.-14. júlí 2013.
Fararstjóri: Leiðsögn frá fyrirtækinu 'Umfar' á Patreksfirði.
Fyrirkomulag: Keyrt á einkabílum að Hnjóti í Örlygshöfn þar sem fólk gisti annaðhvort í húsinu eða í tjöldum/tjaldvögnum/fellihýsum í kring. Guðmundur og Marta komu með stórt hvítt partý-tjald þar sem borðað var og kvöldvökur voru haldnar.

Gönguferðir (með leiðsögn):
Hænuvík - Kollsvík.
Látrabjarg.
Rauðasandur - Sjöundá - Skor.

Þátttakendur:
Helgi, Þórunn og Hrafnhildur.
Þórlaug og Gummi, Salka og Fanney.
Inga (frá Noregi).
Maddý og Philippe, Svanur og Sóley.
Bogga, Tryggvi og Ragnheiður.
Marta og Guðmundur, Valur og Guðrún Ýr.
Unnur.
Marjolein.
Gunni Ásgeirs og Vala.
Ragga og Guðbrandur + Lukka.

2012: Víknaslóðir

Ferð á vegum hópsins 27. júní - 2. júlí 2012.
Fararstjóri: Hópmeðlimir.
Fyrirkomulag: Keyrt á einkabílum í Borgarfjörð eystri þar sem fólk gisti á mismunandi gistiheimilum eða í tjaldvögnum/fellihýsum. Gengið á fjórum dögum yfir í Breiðuvík, Húsavík, Loðmundarfjörð og svo til baka um Kækjuskörð.

Þátttakendur:
Helgi, Þórunn og Hrafnhildur.
Þórlaug og Gummi, Salka og Fanney.
Maddý og Philippe, Svanur og Sóley.
Bogga, Tryggvi og Ragnheiður.
Unnur og Eiríkur.
Marjolein.
Ragga og Guðbrandur, Gríma, Dagur og Mirra.

2011: Þórsmörk

Ferð á vegum hópsins 24. - 28. júní 2011.
Fararstjóri: Hópmeðlimir.
Fyrirkomulag: Ekið á einkabílum upp í Húsadal í Þórsmörk þar sem gist var í stórum skála, börnin uppi á lofti og fullorðnir niðri. Nokkrir voru í tjöldum úti. Gengnar dagsferðir um nágrennið, m.a. upp á Fimmvörðuháls og skoðuðum nýju gígana Móða og Magna.

Þátttakendur:
Maddý og Philippe, Svanur og Sóley, Daníel og Elín bróðurdóttir Maddýjar.
Marta og Guðmundur, Valur og Guðrún.
Þórlaug og Gummi, Salka og Fanney.
Bogga, Tryggvi og Ragnheiður.
Þórunn, Helgi og Hugrún.
Marjolein.
Unnur.
Sölvi og Anna Lísa.
Gunni Á. og Vala.
Snorri og Kristín.
Ragga og Guðbrandur, Gríma, Dagur og Mirra.

2010: Kjölur - Kerlingafjöll

Ferð á vegum hópsins 12. - 15. ágúst 2010.
Fararstjóri: hópmeðlimir.
Fyrirkomulag: Keyrt á einkabílum upp að Gíslaskála á Kili þar sem var gist. Fengum skálann alveg fyrir okkur. Dagsgönguferðir um nágrennið, þar af einn dagur upp í Kerlingarfjöll þar sem farið var í drullubað.

Þátttakendur:
Helgi og Þórunn, Hugrún og Hrafnhildur.
Marta og Guðmundur, Valur og Guðrún.
Maddý og Philippe, Svanur, Sóley og Daníel.
Þórlaug og Gummi, Salka og Fanney.
Bogga og Tryggvi, Þórdís og Ragnheiður.
Marjolein.
Ragga og Guðbrandur, Gríma, Dagur og Mirra.

2009: Svarfaðardalur

Ferð á hópsins vegum 28. júní - 2. júlí 2009.
Fararstjóri:  Friðrik Arnarson, bróðir Þórunnar.
Fyrirkomulag:  Keyrt norður á einkabílum, gist í tjöldum, fellihýsum og húsi í Húsabakkaskóla. Aðstaðan þar nýtt. Dagsgönguferðir með leiðsögn.

Þátttakendur:
Þórunn og Helgi, Hugrún og Hrafnhildur.
Maddý og Philippe, Svanur og Sóley.
Marta og Guðmundur, Lárus, Valur og Guðrún.
Bogga og Tryggvi, Þórdís og Ragnheiður.
Marjolein.
Sölvi, Ingibjörg, Anna Lísa.
Unnur og Eiríkur.
Eiríkur, Hulda og Solla.
Ragga og Guðbrandur, Gríma, Dagur og Mirra.

2008: Lónsöræfi

Ferð á hópsins vegum 4. - 8. júlí 2008.
Fararstjóri: Jón.
Fyrirkomulag:  Keyrt á einkabílum inn að ... Keyrt í rútu þaðan upp að Illakambi þaðan sem gengið var með dótið í skála Ferðafélags Austfirðinga þar sem var gist. Gengnar leiðir út frá skálanum með leiðsögn.

Þátttakendur:
Sölvi, Ingibjörg og Anna Lísa.
Ómar og Halla.
Tryggvi og nokkrir Danir.
Baldur og Þórey - Gísli og frú.
Hulda og Eiríkur.
Solla, Margrét.
Maddý og Marjolein.
Ragga og Guðbrandur.

2007: Reykjafjörður

Ferð á hópsins vegum 21. - 25. júní 2007.
Keyrt á einkabílum í Norðurfjörð, siglt inn í Reykjafjörð og gist þar í skála og tjöldum.

Þátttakendur:
Guðmundur og Marta.
Bogga og Tryggvi.
Maddý og Philippe.
Þórunn og Helgi.
Snorri og Kristín.
Gunni og Vala.
Unnur og Eiríkur.
Ragga og Guðbrandur.

2006: Strútsstígur

Ferð með Útivist 5. - 9. júlí 2006.
Fararstjóri:  Silvía.
Genginn Strútsstígur, ferðin lengd og gengið niður í Þórsmörk frá Hvanngili með gistingu í Emstrum. Gunni, Maggi, Vala, Grétar og Elísabet tóku á móti okkur við ánna í Þórsmörk.

Þátttakendur:
Ragga og Guðbrandur.
Hulda og Eiríkur.
Solla og Margrét.
Axel, Ásta og fleiri.

2005: Hornstrandir - Hesteyri, Sæból, Látrar

Ferð með Útivist 6. - 10. júlí 2005.
Fararstjóri:  Silvía.
Gist í tjöldum, tvær nætur í Sæbóli, tvær nætur að Látrum.

Meðlimir:
Gunni og Vala.
Ragga og Guðbrandur.
Hulda og Eiríkur.
Solla og Kristján.
Ásta, Axel, ..., ... og fleiri.

2004: Sveinstindur - Skælingjar

Gönguferð með Útivist. Fararstjóri: Silvía.

Meðlimir:
Gunni, Vala og Ragga.
Guðbrandur, Ásta, Axel, ..., ...
Hulda og Solla og fleiri.